Friday, November 04, 2005

J-dagurinn

Jess það kom að bloggi númer 2
Býst við því að fólk sé alveg hætt að kíkja hingað núna svo loksins get ég byrjað að skrifa...
Vonlaust að hafa sviðsskrekk þegar allur heimurinn er að horfa.
En já eins og ég var að segja þá er J-dagurinn í dag, þ.e.a.s sá dagur ársins hér í Danmörku sem jóla túbborginn kemur út. Þetta er víst 100 og 11 ára gömul hefð. Fyrst byrjaði þetta að morgni fyrsta fimmtudags í nóvember, en var fljótlega flutt fram á fimmtudags kvöld. Svo tóku skólabörn sig til á því herrans ári 1999 og þrömmuðu í mótmæli til að flytja þetta um einn dag þannig að þau gætu fengið að sofa úr sér timburmennina daginn eftir án þess að fá púnkt í kladdann....
Ja svona er Danmörk fyrir ykkur fólk. Næst þegar mér leiðist tek ég mig jafnvel til og blogga um drauma fleyið mitt...
Gleðileg túborg jól!

Tuesday, September 13, 2005

Last of the bloggers

Halló heimur, loksins kom að því. Stebbi Rós byrjar að blogga!!!
Eins og flestir vita er ég líklega einn latast maðurinn til að lesa blogg annara svo ég býst fersklega við því að aðrir launi mér greiðan nú með því að lesa þetta ekki...
Sem samt. Ef þú lest þetta þá ert þú líklega búinn að lesa meira af mínu bloggi heldur en ég hef nokkurntíman lesið af þínu. Veit ekki hversu aktívur ég verð að þessu, en þar sem ég er byrjaður þá er aldrei að vita.
kv Stebbi

p.s. Grétar, múrinn er fallinn..